fimmtudagur, október 16, 2008

No Torture Thursday

Mætt í dag í súld en fínu hlaupaveðri: Joe Boxer, speedwalking og Sveinbjörn kenndur við innri endurskoðun, sem fór út á dælustöð og til baka, og Guðni, Dagur, Hössi, Huld og Sigrún. Ótti félagsmanna um erfiða æfingu reyndist ástæðulaus að þessu sinni því blíðlega var tekið á meistaraflokknum að þessu sinni. Farin var leið um Hlíðar, Holt og Öskjuhlíð, en aðalritari treystir sér ekki til að skilgreina götuheiti því einn samferðamanna hennar talaði látlaust um uppröðunarsýki sína og hvernig hann notaði Dewey's flokkunarkerfið heima, við flokkun matvæla. Einnig var rætt um innri djöfla (inner demons) og hvernig þeir vondu, sem eru alltaf til staðar, virðast ná að murka andann úr annars alheilbrigðu fólki. Þá er mikilvægt að finna góða djöfulinn sinn (hjá sumum er þetta engill, ekki öllum) og fá hann til samstarfs og hvatningar. Aðal galdurinn er að virkja hann (sbr. grein um self talk) og fá hann til að taka yfir hugsanaferlið með einfaldri möntru sem virkar fyrir hvern og einn. Ef félagsmenn luma á góðum ráðum um möntrur, s.s. "vindurinn er vinur minn", eru þær ábendingar þegnar hér að neðan í comments.

Alls 8K á um 42:40 mín.
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: