miðvikudagur, október 15, 2008

No Whining Wednesday 15. október

Í góða veðrinu í dag mættu: Björg Stefanía, Hekla Aðalsteinsdóttir, Sigríður Björnsdóttir (stórglæsilegir nýliðar í hátískufatnaði), Jói á hraðgöngu og Ingunn skógardís, Guðni strigakjaftur, Dagur, Óli, Oddgeir, J.Gnarr, Huld, B.Bjútí, Kalli og Sigrún. Nýliðarnir með Sigríði Björnsdóttur í forsvari fóru heim að dælustöð og tilbaka, u.þ.b. 5 kílómetra en restin fór í hið týpíska tempóhlaup, með 2 vegalengdir í boði; Kaplaskjól og Hofsvallagötu að kafara (enginn fór Suðurgötuna). Fljótlega pöruðu menn sig saman; Gnarr og Huld, Bjútí og Sigrún, Kalli, (Hofs) en hinir (Kapla) voru eflaust saman fyrst en síðan dreifðir, sá það náttúrulega ekki, ekki fyrr en Doris Day & Night (í matching dressum eins og hjón) komu á hrokafullri hraðsiglingu síðustu 100m tempósins. Ekki bar á öðru en að viðstaddir hefðu tekið vel á því en hvorki heyrðist hósti né stuna alla leiðina, enda búið að þvertaka fyrir allt slíkt. Háar fjársektir verða innheimtar ef menn svo mikið sem "æja" einu sinni. Fatamál nokkurra félagsmanna eru enn í ólestri og verður harðar tekið á því þegar á líður vetur en ekki er hægt að bera fyrir sig vöruskorti í þjóðfélaginu eða neinu þ.h. Menn geta bara drullast til útlanda að kaupa þetta. Lágmarksbúnaður er: niðurmjóar hommabuxur, vindstakkur í stíl (ekki frá Seglagerðinni), vettlingar (ekki gamlir markmannshanskar), smart húfa úr lycra og nýjustu ASICS hlaupaskórnir hverju sinni. Geta þátttakendur átt von á því að verða fyrirvaralaust kallaðir fyrir tískunefnd og reknir heim ef þeir uppfylla ekki útlitsskilyrðin.

Kapla 9,1
Hofs 8,6
Dæla/ return 5 (allar einingar í km)

Ath. ef einhver hefur séð keppnisskapið mitt á flækingi eða hefur tekið það ófrjálsri hendi er sá hinn sami beðinn að hafa samband við vallarvörð.

Bestu kveðjur,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Varðandi keppnisskapið þá býr það innra með þér þar sem alheimurinn endar. Hér er annars href='http://www.runnersworld.com/article/0,7120,s6-238-267--11776-0,00.html'>góð grein
og mundu "Vindurinn er vinur minn".

Kveðja,
Dagur

Nafnlaus sagði...

Varðandi keppnisskapið þá býr það innra með þér þar sem alheimurinn endar. Hér er annars href='http://www.runnersworld.com/article/0,7120,s6-238-267--11776-0,00.html'>góð grein
og mundu "Vindurinn er vinur minn".

Kveðja,
Dagur