þriðjudagur, október 14, 2008

Tired Tuesday 14. october

Góð mæting í dag: Dagur, Hössi, Guðni, Fjölnir, Sigrún (nafna), Oddgeir, Sigrún, Sveinbjörn og Laufey sem voru tvö á eigin skógarflippi. Farið var frá hóteli í gegnum skóg og upp í Kópavog (Kársnesmegin) og farið út 4K og þá snúið við. Lengi var von til að æfingin yrði róleg en allt kom fyrir ekki, einn félagsmanna heimtaði að tekinn yrði lengsti armur kolkrabbans (um 1200m) í restina með rólegu skokki eftir það. Skipti þá engum togum að maður þurfti að druslast upp að Perlu frá kirkjugarði í smá hraðaaukningu. Fyrir brekkuna löngu var rætt um afrek félagsmanna í t.d. Powerade og Geðveika hlaupinu, en þar var vaskleg framganga félaganna til fyrirmyndar. Menn nota orðið ýmsa tækni við hlaupin, t.d. "virtual partners" sem toga menn áfram. Einn félagsmanna náði þó það góðum árangri í hlaupi á laugardag, þótt hann sé ekki geðveikur, að aðalritari freistast til að halda að um hafi verið að ræða "virtual reality".

Alls 8,6K með 1200m kafla upp brekku á hraða

P.S. Takk Hössi fyrir að huga að smælingjum í brekkunni!
Kv. Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mer fannst þessi "armur" djöfullegur - en er samt til í hann aftur!!

Icelandair Athletics Club sagði...

Alltaf velkomin í strákagerið!
Hin