föstudagur, nóvember 14, 2008

Freaky Friday 14. nóvember

Frábær mæting var á æfingunni í dag, flestir í post-Powerade run. Mættir: Sveinbjörn á sérleið, Sigurborg, Ásdís og Rúna Rut á annarri sérleið og á ráspól voru: The senior blonde, mid and young, Skeggi og Kraftgallamaðurinn, Gnarrinn (in tights), Sirkus Geira smart, Twin peaks and the Odd one, allt landsþekktir hlaupagikkir og menningarfrömuðir. Farin var Hofsvallagata til jöfnunar eftir gærdaginn og vildu sumir fara rólegar en aðrir. Greinilega mismikil þreyta eftir gærdaginn. Á morgun duga hinsvegar engar afsakanir því þá fer fram hinn árlegi aðalfundur og árshátíð félaganna og þar verða menn að sýna dug og þor í hvívetna. Framkoma skal vera fagleg og í samræmi við fyrrnefndar reglur félagsins. Það er t.d. stranglega bannað að þræta við formann félagsins, jafnvel í vafaatriðum. Slíkt getur valdið meiriháttar misskilningi og jafnvel skaðað heimsbyggðina eins og dæmi sanna.
Hér er eitt slíkt dæmi.
Gangið hægt um gleðinnar dyr og látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.
Góðar stundir,
Sigrún
Alls 8,6-K

Ath. Fjölnir, þú verður að láta vita með meiri fyrirvara ef þú ert að taka bakvaktir á Subway, annars er merkt við sem "skróp".

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er harkan sex....við á sérleið samt ferlega ánægðar að hafa farið 7 km, amk sagði klukkan mín það ;-)
Góða skemmtun öll sömul í kvöld, við hótelskvísur höldum áfram á sérleið ;-)
KV
RRR

Icelandair Athletics Club sagði...

Flott hjá ykkur. Þið farið nú að koma með okkur fljótlega.
Kv. Sigrún