þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Hádegisæfing 25. nóv.

Það var allra veðra von í dag en hann hékk þurr á meðan við hlupum hringinn. Semsé, alltaf sól á æfingu. Nokkuð fjölmenni var samankomið, þar gat að líta: Ingunni á skógarleið, Sveinbjörn í hraðabreytingum en restin af niðurmjóa sokkabuxnasamfélaginu (Dagur, Hössi, Sigurgeir, Bryndís, Oddgeir og Sigrún) fór rólega Hofsvallagötu með smá útúrdúrum, s.s. blaðburðarhringinn og skógartwist á bakaleið. Tekinn var status á þjóðmálum og samdóma álit að efna þyrfti til kosninga, a.m.k. ekki seinna en í vor. Síðan er alveg spurning með ávörp á fundum s.s. "háttvirtur þessi eða hinn", þessi "stjórnmálastétt" er nú ekkert háttvirt um þessar mundir. Svo voru nokkur mál reifuð sem eru túnaðarmál. Nokkur kvíðbogi er í félagsmönnum varðandi framkvæmdaráætlun armbeygjuþjálfunarinnar og ljóst að þar munu allflestir þurfa að hysja all verulega upp um sig brækur. Nema kannski karatedrengurinn, hann fer þetta á svarta beltinu. Athygli aðalritara var vakin á því að eldri Cargo-systirin hefur ekki mætt til æfinga síðan í byrjun nóvember og hefur því systralagi þeirra Sigurgeirs verið slitið og sú eldri er nú í útboði til kaups af hæstbjóðanda. Sannast þar hið fornkveðna "köld eru kvennaráð", ekki satt?
8,74-9,3K
Annars allt tíðindalaust á vestur vígstöðvum, over and out.
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja ekki veit ég síðan hvenær hraði 5,07 pr. km er talið "rólegt", þannig var það nú ekki á mínum sokkabandsárum en maður bítur bara á jaxlinn og bölvar í hljóði, hehe.
BM