fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Hádegisæfing 27. nóv.

Aðeins naglbítar mættu í dag: Gnarrinn, Dísin, Klofningurinn og Tækjavörðurinn. Tekið var fyrir allan aumingjaskap og skógarhlaupi neitað staðfastlega. Þess í stað var farinn tjarnarrúntur í strekkingi og endað upp 3ja arm kolkrabbans, fyrir viljuga. Athygli vakti að margir félagsmenn tóku óhóf í mat og drykk framyfir heilsubætingu og skal það hérmeð staðfest að svoleiðis fruntagangur við gnægtarborð leiðir einungis af sér offitu og hreyfihömlun í kjölfarið, enda er tilgangur klúbbsins ekki sá að graðka í sig amerískri ómenningu og ómeti í hvívetna. Þeir hlutaðeigendur sem við þetta kannast eru vinsamlega beðnir um að taka sig á í þessum efnum og muna að velja skynsamlega í næsta hádegishléi. Mælt er með að einungis sé neytt vatns og e.t.v. einnar myntu, í kjölfar hlaups. Það er vænlegt til árangurs.

Alls 7,3 með einum kolkrabbaarmi
Kveðja,
Sigrún
Athugið að í næstu viku verður miðvikudagurinn helgaður kolkrabbanum.

1 ummæli:

JGGeirdal sagði...

Það höfðu fáir hreðjar í hádegið í gær - Glamúrinn hlóð á sig sterafylltum kalkún meðan við tókumst á við veðrið og Perlu-rampinn! Geirdal endaði svo kvöldið á því að endurnæra sig andlega og líkamlega í indíánatjaldi í Elliðárdalnum, MAGNAÐ! (eftir að hafa dansað hrokann burt með 15 gaurum á brókinni!)