mánudagur, nóvember 10, 2008

Manic Monday 10. nóvember

Góð mæting var í dag. Mættir voru: Ársæll og Anna Dís á vegum hamingjunnar, Jói að rokka feitt í skóginum, Óli Briem á sérleið og restin fór hið klassíska tempóhlaup vikunnar þar sem minniborgarar fóru Hofs en stærri fóru Kaplaskjól/Grana long-short. Minniborgarar: Kalli, Fjölnir, Sigurgeir og Sigrún en stærri og feitari borgarar Dagur, Guðni, Oddurinn og Hössinn fóru longer version. Góð veðurskilyrði voru til tempós í dag og var gefið í í samræmi við það. Enginn þurfti að vingast við "vindinn" í dag en nokkur vinslit urðu í brautinni vegna hraðaksturs.
Safnast var saman við kafara og skokkað rólega í skóg þar sem einn gegnumsprettur var kláraður í restina í óþökk flestra. Nú líður að næsta Vetrarhlaupi (nk. fimmtud.) og því er eins gott að félagsmenn gæti að mataræði og hvíld næstu daga.

Ath. Cargosystur fóru rakleiðis að sækja sér 2 kafbáta eftir æfinguna og liggja nú á meltunni eftir daginn. Þetta er ekki rétta leiðin að "Sub" way 40.
Kveðja,
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allir í dúndurformi, það verður gaman að sjá hvernig menn standa sig á fimmtudaginn - fjölmennum.

Dagur