Mættir voru við hamarshögg: Sveinbjörn (fylgdi okkur fyrsta kaflann), Dagur, Hössi, Kalli með húfu, Óli, Huld og Sigrún. Fórum gegnum skóg frá hóteli og framhjá skógrækt, Háaleitisbraut, Fellsmúli með nýjum stíg, Ármúli, Safamýri, Hlíðar og heim á hótel. Strákarnir héldu sig í frontinum enda ræddu þeir gamla tíma þar sem menn áttu kærustu í hverri höfn, "já, þá var nú gaman að lifa", og bentu dreymnir á hvern heimasætugluggann á fætur öðrum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og andi einkvænis svífur yfir vötnum sem vissulega getur verðið andlega krefjandi. Ja, sei sei. Menn mega muna sinn fífil fegurri í þeim efnum. Við stelpurnar þurfum ekki að rifja upp svona fortíð sem engin er þannig að við héldum okkur bakatil. Veður var að mestu gott en snjór yfir öllu. Tekinn var status á því hvernig framkvæma á hina fullkomnu armbeygju og er ansi hætt við að margir fengju sínar ekki teknar gildar ef farið væri eftir þessum allsendis ofurfáránlegu viðmiðum.
Aðalritari lýsir yfir miklum áhyggjum af hinu meinta hvarfi Steypireyðar, vill að hann tilkynni til næsta strandstaðar strax ef hann hyggst halda á djúpsjávarmið og/eða ef hann er á Kolmunnaveiðum. Ellegar verður Hafró að fara í umfangsmikla leit að skepnunni með tilheyrandi fínkembingu á sjávarbotni.
Alls 8,3-K
Kveðja,Sigrún hvalavinur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli