mánudagur, desember 01, 2008

Hádegisæfing 1. desember


Í frosti og stillu lögðum við upp frá Loftleiðum: Dagur, Guðni, Kalli, Óli og Sigrún til þess að freista gæfunnar á Eiðistorgi. Anna Dís og Ársæll voru á hamingjunnar vegum en Jói fór öfugan flugvallarhring. Hardcorið, með hálfnakinn þátttakanda (Coolio), fór mikinn út á Eiðistorg og skiptumst þar í 2 fylkingar sem hlupu "hringinn" á tempóinu. Skipti þar engum togum að Dagur og Óli fóru sína leið en Guðni og Kaldi fóru reverse, með aðalritarann í eftirdragi, og þurfti G-ið að hafa sig allan við til að halda Cooli-óinu fyrir aftan sig. Þar sannast réttilega "less is more" eins og ég hef iðulega sagt, varðandi ytra atgervi. Stöldruðum svo við smástund við staurinn og héldum heim en alls slefar þessi æfing hátt í 10-K og þessvegna verður að hlaupa hana hratt.
Fín æfing en kalt.

Eftir æfingu tók aðalritarinn samviskusamlega vasabrotsarmbeygjurnar sínar og lét síðan 17 ára ökuvitleysing keyra á sig, vegna fjölda áskorana og hálku.
Þakka þeim sem stungu mig hrottalega af í dag.
Góðar stundir.
Sigrún :)


Engin ummæli: