mánudagur, desember 22, 2008

Hádegisæfing 22. desember

Myndin er af Kalla.
Mættir í dag í post-Powerade fíling: Gnarr, GI-2008, Odd, Huld forsíðustúlka og Sigrún Adelstein. Óli hafði sést við iðju sína í baðklefa nokkru fyrr. Fórum Kaplaskjólið í meðvirka hlaupinu hans Guðna þar sem hann þurfti að ná inn 2008 km fyrir ársuppgjörið sem hann og gerði. Óskum honum innilega til hamingju með það!!! Veður var nokkuð vott og hvasst og kom það skemmtilega við kauninn á fyrrum keppendum P-hlaupsins sem kennt er við ógeð þessa dagana. Sérstaklega má tilgreina ísnála-effektinn á bakaleið, sem þó var barnaleikur miðað við það sem þátttakendur eru vanir. Góður rómur var gerður að hressingu hlaupsins sem endaði í 9,35-K sem allir voru rennblautir.


Limra dagsins


Á hlaupum milli staura

með pungsveitta Giljagaura

var slabbað í dag

það er okkar fag

að fórn'okkur fyrir smáaura.


Góðar stundir.

Sigrún

Engin ummæli: