föstudagur, janúar 16, 2009

Ófríkaður frjádagur 16. janúar


Mæting í dag: Jói krafthlaupsgöngumaður, Fúsi, sem fór Erfðagreiningarhring, Kalli ("ég er ekkert að nenna að pína mig"), Hössi (ekki -Drekinn), Sigurgeir (sem er að manna sig upp í stóra bombu (b-o-b-u) á aðal, Huld hérastubbur og Sigrún í matarhorninu. Frábært veður og Hofsvallagata farin á þægilegu tempói. Fyrst ekki varð úr að gera final-test armbeygjanna í miðbæ eru menn eindregið hvattir til að framkvæma þær í friðhelgi heimilisins og skila inn tölum þar að lútandi. Nokkra athygli vakti aðkoma þjálfara að æfingu dagsins, en hann birtist á punktinum og bandaði höndum, jakkafataklæddur, og minnti helst á þjálfara úr enska boltanum. Menn eiga ekki að láta vinnu eyðileggja fyrir sér og slíta sundur daginn!
Alls 8,6-K
Góða helgi,
Sigrún

Engin ummæli: