föstudagur, janúar 09, 2009

Hádegisæfing - 9. janúar

Mættir í dag í post Powerade recovery run og aðdáendur: Björgvin, sem á mynd sýnir nýju línuna í 2009 hlaupafatnaði. Línan samanstendur af dry-fit treyju úr teygjanlegu efni (fyrir ummálsbreytingar), tights (sem er skyldueign hlauparans) með bómullarskrefbót og punghlíf, endurskin á gluteus maximus, renndar skálmar á kálfum. Við þetta ber Björgvin þokkafulla gula markmannshanska (good grip) frá finnska vetrarstríðstímanum. Þetta telst vera tískulína hlaupahópsins í ár og öll frávik í klæðnaði meðlima verða skoðuð af glöggskyggni, annað hvort til samþykktar eða synjunar.
Aðrir á æfingunni voru: Sveinbjörn, Fjölnir, Óli, Guðni, Kalli (tanaður í drasl), Dagur vestisberi, Huld, Hössi, Jói á sérleið Bryndís og Sigrún.
Fórum hefðbundinn sýningarrúnt um Sæbrautog miðbæ, ráðhús og heim á hótel. Skiptust menn á sögum af afrekum Powerade í gærkvöld, þar sem keppt var við fínustu aðstæður og verða sumir að sætta sig við að hafa ekki hönd á Hnakka.
Alls um 8K í fínasta veðri.
Minni á að armbeygjuáskorun lýkur á sunnudag en þá þarf að skila inn síðustu tölum úr suðurlandskjördæmi vestra.
Góða helgi,
Sigrún





4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dísa ljósálfur var líka og varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá prívat túr með súpermódelinu, hehe

BM

Nafnlaus sagði...

Er hægt að vera flottari en þetta Bjöggi?

kv, Fjölnir

Nafnlaus sagði...

Nei Fjölnir, það er ekki hægt. Ég er eiginlega drulluhræddur um að hafa toppað sjálfan mig að þessu sinni....
Kv.Bjútíið

Nafnlaus sagði...

Nei Fjölnir, það er ekki hægt. Ég er eiginlega drulluhræddur um að hafa toppað sjálfan mig að þessu sinni....
Kv.Bjútíið