miðvikudagur, janúar 14, 2009

Kolkrabbinn 14. janúar


Það er bannað að koma brosandi í mark á kolkrabbanum, það er merki um að ekki hafi allt verið lagt undir. Undir þessum ströngu pyntingarformerkjum gengum við sjálfviljug inn í gin kolkrabbans; Dagur, Guðni, Kalli, Huld og Sigrún. Sveinbjörn tók "smokkfiskinn", en Ingunn og Jói voru á eigin vegum. Snjór var yfir öllu en frábært hlaupaveður. Fagaðili tók kolkrabbahópinn út og sagði að þar reyndist sýnishorn af fólki úr öllu litrófi þjóðfélagsins, þ.e. einn hommi, einn alki, ein fegurðardrottning, einn terroristi og einn geðfatlaður og verður nú hver að finna samsvörun í sínum manni. (innsk. höf. -birt án leyfis og án ábyrgðar). 'A föstudag, fríkaða frjádaginn, gefst meðlimum hópsin aftur á móti kostur á að sýna hvað í þeim býr er teknar verða svokallaðar "open-air push-ups", en það er lokaáfangi áskorunarinnar, eða "final-test".

Until then-keep smiling! :)

Alls 8K

Kveðja,

Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Huh, hefði ekki þurft að vera með confession, hefði bara átt að láta ykkur halda að ég væri hnarreist á tánum í djúpum armbeygjum. Ég get nebbnilega ekki verið með í final test á föstudag, er í fríi og mun hafa öðrum hnöppum að hneppa. Ja, þvílíkt lán yfir mér alltaf - en gangi ykkur vel. Hugsa til ykkar, hehe

BM