mánudagur, janúar 26, 2009

Mánudagsæfing 26. janúar

Mættir í kalsaveðri og rokrassgati: Jói á ráspól, hlaupandi, Ingunn á sérleið og kjarninn; Dagur, Guðni, Kalli, Huld og Sigrún ásamt Sigrúnu Erlends gestahlaupara, sem fóru Hofsvallagötuhring. Fínn vindur í bakið á útleið en heimleiðin vindasöm. Ákveðið að taka 2 tempókafla (annar var svo stuttur að aðalritari tók ekki eftir honum) en hinn var lengri og var frá dælu til kafara m. forgjöf. Þar gilti að éta eða verða étinn og var mikið lagt undir í þann sprett. Áttum svo von á 3ja spretti upp í Öskjuhlíð en tímamörk stóðust ekki svo haldið var heim á hótel.
Alls 8,7-k
Kveðja,
Sigrún
P.s. Hið fyrirhugaða sjósund er planað á nk. miðvikudag í hádeginu, en þá er opið í pottinn hjá sjósundfélaginu. Menn eru því beðnir um að klæða sig viðeigandi skýlur undir hlaupafötin og hafa meðferðis lítinn handklæðaræfil til þerringar eftirá.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrt á hlaupunum í dag, en væntanlega slitið úr samhengi:

"Sagðist hún hafa trúað því lengi framanaf að stjórn klúbbsins myndi vinna traust félagsmanna í nýju starfsári en það hefði mistekist. Reiði félagsmanna, vantrúin og rof á milli félagsmanna og stjórnar væri svo djúpstæð. Það verður aldrei unnið til baka nema það verði breytingar í lykilstöðum innan klúbbsins"

Icelandair Athletics Club sagði...

"Vanhæf ..stjórn"!?
SB

Nafnlaus sagði...

Ég tek ekki marka á commentum sem eru nafnlaus!

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Sigur(geir) tekur ekki mark á nafnlausum - ekki ósvipað nafna hans honum Geir sem ekki tók mark á hettuklæddum mótmælendum - og hvar er hann nú !