fimmtudagur, mars 19, 2009

Hádegisæfing 19. mars



Mættir í frábæru veðri: Sigurgeir, Dagur, Sigrún nafna, Huld (kom á spretti), Oddgeir (líka), Sveinbjörn, Sigrún og Jói í kraftgöngu. Óli fór um ormagöng eins og síðast. Töluverð linkind ríkir í herbúðunum þessa daganaog því var tekið rólegt hlaup frá hóteli í Kópavog-Fox og Naut tilbaka í þessu líka fína veðri. Hugur nokkurra stefnir á hálfmaraþon í apríllok, aðrir eru á krossgötum. Á morgun fer hinsvegar fram 1. hluti Subway mótaraðarinnar þar sem kafbátastaðirnir verða þræddir einn af öðrum og keyptur einn sveittur á þeim síðasta. Munið að hafa pening í brók á morgunaf því tilefni. Einnig má nefna að hið mánaðarlega sjósund sýningarsamtakanna "Hlauparar gegn selspiki" fer fram þann 27. mars, á hádegisæfingu, og eru allir hvattir til þátttöku. Nánar um það síðar. Góður búnaður eru skór eða ullarsokkar og vettlingar, ef vill, ásamt handklæðaræmu til þerringar eftirá.
Alls 8K
Lifið heil,
Sigrún

Engin ummæli: