Mættir í dag til tækjavarðar: Bjútí, Dagur liðugi, Guðni sprettur (áður G. kjaftur), Sigrún hin, Huld sú sama, Sveinbjörn sér, Jói kraft og Sigrún aðal. Fórum hið klassíska tempóhlaup mánudaganna, þó með þeirri undantekningu að Sveinbjörn og Bjöggi fóru Suðurgötuna. Stelpur fóru Hofsvallagötu að kafara,með mismiklu efforti en Day & Night samsteypan fór Kaplaskjólið með tvisti og blaðburðardreng. Veður var fagurt og þrátt fyrir smá vind og snjó á braut var æfingin hin skemmtilegasta. Einhverjir voru með bölmóð og sögðust ekki mæta á morgun því "maður nennti ekki að æfa með svona liði sem hefði svona auðveldar æfingar", eða eitthvað svoleiðis og aðrir voru með fóbíurnar sínar uppi á borðum. Mánudagar leggjast greinilega misvel í fólk en af því að aðalritari brá sér af bæ til Akureyrar um nýliðna helgi kom þessi kætingskveðskapur upp í hugann og vonandi kætir hann fleiri. Þó ekki væri nema í smástund.
Alls tæpir 9,7K ca. hjá lávarðadeild en 8,7K hjá sýningarstúlkunum.
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli