fimmtudagur, mars 05, 2009

Hádegisæfing 5. mars

Frábært veður í dag, þjálfarafrí og allt. Mættir voru: Guðni, Gnarr, Sveinbjörn (Suðurgata), Jói (sérhlaup og armbeygjur), Óli, Huld og Sigrún og var farið rólegt Hofsvallagötuhlaup í glampandi sól og blíðu en köldu veðri. Greinilegt var á öllu að strákarnir þola illa við án okkar því gleðin var ósvikin er þeir sáu orginalinn og kópíuna mæta á svæðið í "matching" hlaupafötum.
Alls 8,7 K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: