Kalt og sól, strekkingur á stöku stað. Hefðbundin Hofsvallagata á rólegum nótum. Mættir vóru fulltrúar sætiskeppenda í P.Aid + Sveinbjörn í skógi+ Jói á sérleið með Müllersæfingum í bland, eða; Hössi, Gnarr, Guðni, Huld og Sigrún (raðað í sætis- og virðingarröð án tillits til kynjakvóta). Heyrst hefur að nk. fimmtudag muni frasavélin fara mikinn á slefinu, hlaupadólgur muni beita drápskattareðli sínu í rafstöðvarbrekkunni, dagfarsprúður sláni muni sigra sinn flokk auðveldlega og að dvergur muni leiða taugabúnt til góðs í síðasta f. hlaupinu. Ekki þarf nema eitt kraftaverk að koma til svo að allir framantaldir gangi úr húsi á föstudagskvöld með verðlaunapening og eða grip undir höndum. Nú og svo má líka láta sér nægja að verða dreginn út með 12*12oz. af Burn eða Powerade orkudrykkjum. Sumir setja markið ekki endilega hærra en svo. Nema ef vera skyldi fótboltamark.
Alls 8,7K
Kveðja,
Sigrún
2 ummæli:
Humm, hver er dvergur og hver er taugabúnt?
BM
Þá má nú alveg segja frá því að Sveinbjörn var þarna líka.
Skrifa ummæli