Var staddur í bænum Acoteias í Portúgal sl. sunnudag. Ég ákvað að taka daginn snemma, var kominn út kl. 7:30 og nú skyldi hlaupið langt. Ég fann nokkra Breta sem voru í sömu hugleiðingum og slóst í hóp þeirra. Eftir stutta kynningu og spjall um veðrið barst talið að hlaupum - no surprise there - og gerði ég mér fljótt grein fyrir því að ég kom ekki að tómum kofanum hjá einum viðmælanda minna.
"Yes, a few", svaraði hann þegar ég spurði hvort hann hefði hlaupið heilt maraþon. Eðlileg næsta spurning var hvaða tíma hann ætti og ekki stóð á svarinu. "Two - O - Nine". Einmitt, 2:09. Þarna var á ferðinni Mike Gratton sem m.a. hefur unnið London maraþonið.
Rétt sem snöggvast fannst mér ég standa ótrúlega nærri frægð og frama áður en hinn ískaldi sannleikur rann upp fyrir mér; ég væri bara miðaldra kall sem væri að rembast við að hlaupa og hefði hitt kurteisan Breta sem var svo vinsamlegur að hægja á sér til að ég hefði félagsskap.
Í framhaldinu fór ég til Ítalíu til að rífast við framleiðendur flugvélasæta sem eru ekki að standa sig í stykkinu. Ég mun hlífa ykkur við þeirri sögu.
Kveðja, -jb
3 ummæli:
Aldrei að vanmeta eigin frægð Jens minn. Vertu feginn að hann hélt ekki að þú værir terroristi. :)
Kv. Aðal
Ef maður ætlar að keppa meðal þeirra bestu verður maður að æfa með þeim bestu.
GI
ja hérna, ólíkt höfðust þið félagarnir að á sunnudag: Úlfar næstum úti af kulda, roki og vosbúð og þú hlaupandi með þeim bestu!
Váááá I am impressed!
BM
Skrifa ummæli