mánudagur, maí 18, 2009

Hádegisæfing 18. maí -Animal Farm

Frábær mæting í dag: Ársæll á eigin hring og Jói líka. Restin: Kalli, Hössi, Már, Erlendur, Sigurgeir, Oddgeir, Gnarr, Dagur, Óli, Huld og Sigrún fóru tempóhlaup, ýmist frá Hofsvallagötu eða Kaplaskjól langt/stutt. Rosalega sól var í boði og skörtuðu þær stöllur Huld og Sigrún sérstökum búnaði að því tilefni, með dýramynstri. Var gerður nokkuð góður rómur að þessum herlegheitum nema einum aðila mislíkaði þetta og sagði þær "gærulegar" með búnaðinn. Allir söfnuðust síðan saman við kafara og skokkað heim á hótel. Tvær glennur urðu á vegi hópsins á heimleið, en það voru þær sjósundsdrottningar Anna Dís og Guðmunda, sem lágu hálfnaktar í vegarkantinum og biðu þess að verða uppgötvaðar. Þær náðu þó á engan hátt að skyggja á fegurð zebrasystranna, það er ljóst.
Allt 8,7-9,3-K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: