mánudagur, maí 25, 2009

Rútuhlaupið 23. maí






Nokkrir félagar hlaupaklúbbsins tóku á laugardag þátt í "Rútuhlaupinu" þar sem hlaupið var frá Nesjavallaleið og til byggða (endað í Laugum). Hófum hlaupið á því að leggja stein í vörðu, sem orðin er nokkuð myndarleg. Á að giska 70 manns hófu hlaupið, margir valinkunnir hlauparar þar á meðal. Nokkuð þungbúið var í fyrstu, rigningarsuddi en hægviðri. Síðar létti til og að endingu var komin sól og blíða (síðustu 10). Rútan stoppaði á 5 km fresti og reiddi fram drykki. Það var því hægðarleikur að plata sig aftur og aftur til að hlaupa milli drykkjarstöðva og hugsa sér að maður væri alltaf bara að hlaupa 5 km. Skemmtileg stemning var í hópnum, vísur og brandarar flugu og léttu lund. Það var ekki fyrr en síðustu 7 sem aðalritari kenndi þreytu en þá var svo stutt eftir að að tók því engan veginn. Að vísu reyndist leiðin 31 km sem gerði það að verkum að síðasti km var frekar þreyttur. Á myndunum má sjá FI SKOKKARANA Huld, Bryndísi, Jens, Sigrúnu og svo þau Sigrúnu (nöfnu) og Úlfar. Mjög fínn dagur sem endaði í grilli í Laugum! Skildi reyndar ekki hvernig allir gátu hámað í sig pylsu og kók, en það er önnur saga. :)
Kveðja,
aðalritari

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var rosalega gaman og ég votta að aðalritari stóð sig með mestu prýði. Það var ekki á honum að sjá að hann hefur ekki gert það að vana sínum að hlaupa svona langhunda. Það gæti auðvitað orðið breyting þar á, ef hann kemst upp á bragðið!

BM