föstudagur, júní 12, 2009

Hádegisæfing 12. júní

Ef ekki er ástæða til hvíldar er nauðsynlegt að hraða sinni för...
Mættir: Kalli, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Dagur, og Sigrún. Jói, Bryndís og Óli í sérprógrammi, Suðurgötu og fleiru. Hinir fóru Valhúsahæð með tempóhring sem ég veit ekki lengdina á. Þegar svona langt er hlaupið þarf að hraða sér bæði út, heim og á milli. Kemur á óvart! Fantafín tempóæfing í sól og blíðu þótt gert væri smá grín að aðal af og til.
Alls sléttir 10-K
Kveðja,
Sigrún
Ath. Jói skorar á okkur að hlaupa upp á Akranes í næsta hádegi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hringurinn sem þú veist ekki lengdina á er um 1800m.

Icelandair Athletics Club sagði...

Takk!

Nafnlaus sagði...

Ég verð að hrósa þeim sem hlupu með í dag, erfið og löng æfing og allir tóku hraustlega á. Allir nema Fjölnir sem hlustaði á rödd skynseminnar en gat þó ekki hamið sig þegar að honum var sótt.

Valhúsahringurinn var í boði Guðna.

DE