föstudagur, júlí 24, 2009

Hádegisæfing 24. júlí

Mættir: Oddgeir Ármaður, Guðni, Huld, Sigurgeir, Bjöggi og Sigrún. Fórum rólegan Fox í brakandi hita en þegar við nálguðumst Kópavog skullu á okkur kuldaskil og hiti fór niður í frostmark. Flýttum okkur þá aftur í blíðuna og hlupum framhjá nokkrum híbýlum útrásarvíkinga og fagfjárfesta, sem þó voru hvergi sjáanlegir, enda ýmist að koma úr eða að fara í kókaínmeðferð. Komið hafa að máli við mig félagsmenn og spurst fyrir um orðin valhopp og sporhopp, þ.e. merkingu þeirra. Síðar verður vikið að þessum fyrirspurnum, enda tilhlýtandi upplýsingar ekki aðgengilegar að svo stöddu.
Alls tæpir 8-K
Góða helgi,
Sigrún

Engin ummæli: