Mættir: Dagur, Guðni, Sigurgeir, JGG og Oddgeir.
Sökum veðurs var ákv. að fara í skógarhlaup. Guðni og undirritaður höfðu hægt um sig en aðrir tóku tempó.
Sagan segir að Aðal sé byrjuð að æfa skv. æfingaráætlun B - undirbúningur fyrir 5K-10K hlaup. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að sjá þessa áætlun á hlaup.is
http://www.hlaup.is/displayer.asp?cat_id=34&module_id=220&element_id=1319&nl=true
Nokkrir hafa verið að mæta í síðbuxum á æfingar en fyrir þá sem ekki vita þá er það bannað skv. lögum. Það má ekki hlaupa í síðbuxum frá 1. maí - 1. okt.
Kv. Sigurgeir
1 ummæli:
Hæ hæ.
Já æfingarnar ganga vel. Tók einmitt rólega göngu í gær og þess vegna er hvíld í dag. Held ótrauð áfram og stefni á Latabæ að ári. Er það ekki raunhæft markmið annars þið þarna með reynsluna?
Bkv. Aðal
Skrifa ummæli