Ekki var góð mæting hjá gestaþjálfaranum í dag. Aðeins tveir, þeir Dagur og Guðni tóku Seltjarnarnesið, samtals 10,9K. Huld og Oddgeir misskildu skilaboðin vitlaust, mættu því og seint. Huld kom í leitirnar en Oddgeir ekki. Óli misskildi ekkert og mætti á venjulegum tíma eins og Björgvin og Sveinbjörn sem tóku samæfingu.
Þrátt fyrir slaka mætingu í aðalæfinguna var gestaþjálfarinn beðinn um að starfa út samningstímann sem er út vikuna. Hér kemur vikuáætlunin:
Fimmtudagur: Kirkjugarðabrekkur, lagt af stað frá röð K. Mæting 12:08 við HLL.
Föstudagur: Óvissuferð á léttu nótunum. Mæting 12:08 við HLL.
Laugardagur: Úlfarsfell. 12K, lagt af stað frá Sundlaug Árbæjar 7:45
Guðni I
ps Hver er svo gestaþjálfari næstu viku?
1 ummæli:
Mér finnst að semja eigi strax án tafar við gestaþjálfarann ellegar verði gripið til aðgerða.
SBN "out of office"
Skrifa ummæli