Það voru Bjútí, Guðni, Dagur, Jói og Tommi Inga sem voru mættir í blíðunni í dag til að spretta úr spori. Jói og Tommi fóru í Öskjuhlíðina en IT-þrenningin (höfum allir unnið í IT-deild) fór undir leiðsögn Guðna í "freaky friday" áleiðis í Sóltún í Smith & Norland að ná í gorm fyrir sápuhólfið á uppþvottavél konunnar hans Guðna. Þaðan var farin mjög svo vafasöm leið um bakstíga bæjarins (engar aðalgötur) áleiðis á Skólavörðustíginn. Til að gera langa sögu stutta var hlaupið þangað sem sólin aldrei skín eða m.ö.o. þangað sem "Garmininn" missir samband....(sem er nánast freak-out moment hjá hlaupa-njörðum). Allt fór þetta nú vel að lokum þó svo að undirritaður hafi verið farinn að leita eftir gömlum strætómiðum í öllum vösum fyrir heimferð.
Hlaupnir voru svonahérumbil 7,5-8,0 Km.
í guðs friði,
Steypireyðurin(n)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli