Mættir: Dagur, Sigurgeir, Laufey, Sveinbjörn, Jói og Ása.
Það voru þrjár leiðir í boði í dag: Hofsvallagata, Suðurgata og Sérgata. Jói fór Suður, Laufey og Sveinbjörn Sér og rest Hofs. Það var rólegur dagur hjá flestum eftir erfiða æfingu í gær og svo getur verið að sumir ætli í haustmaraþon FM á laugardaginn. Ása þurfti að taka perrann þar sem hún var ekki á æfingu í gær.
Kv. Sigurgeir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli