föstudagur, nóvember 20, 2009

Bully-the-ginger-hlaup

Í tilefni af degi rauðhærðra (pick on the gingers) tíndi undirritaður á sig allar þær rauðu hlaupaspjarir sem hann átti auk rauðrar hárkollu og bjó sig undir fórn eineltis. Mætt: Huld, Dagur, Baldur Bláfugl, Sveinbjörn, Sigurgeir, Oddgeir og undirr. Björgvin og Jón Örn úr Fjárvakri mættu líka en fóru sérleið. Besta veður vikunnar, logn, léttskýjað og hiti +5. Baldur var á fundi á 3h. og losnaði óvænt í hádeginu. Hann mundi eftir hlaupakitti í skottinu í Skódanum, eitthvað sem hann hafði gleymt undir varadekkinu frá í sumar í Jökulsárhlaupinu. Svona eiga menn að bjarga sér.

Hlaupinn var Freaky Friday hringur. Sæbraut-Arnarhlóll. Arnarhóll er góður aftökustaður, ber hátt í landslaginu og þangað sést víða að. Þar var myndaður hringur um rauðkollinn og hann tuskaður dáldið til, þangað til hann lagði á flótta (með tilþrifum, á harða spretti) sem leið lá niður Arnarhólinn, út Austurstrætið, yfir Hallærisplanið, fram hjá Alþingi og í gegnum Ráðhúsið. Þar lauk þessum eltingaleik í góðri sátt. Síðan var tölt heim á leið.

Kveðja, Óli.

Engin ummæli: