þriðjudagur, nóvember 24, 2009

Æfing á morgun – 25. nóvember

Á morgun verður ekkert heitt vatn í höfuðstöðvum og næsta nágrenni þannig að þeir sem vilja endilega fara í sturtu eftir æfingu verða að snúa sér annað. Þá datt gestaþjálfara að sjálfsögðu í hug að tilvalið væri að þrífa sig í Nauthólsvík eftir gott sjóbað en sú tillaga var felld hið snarasta og fullyrt að þar væri örugglega ekkert heitt vatn heldur.

Því verður farið akandi frá hóteli að Vesturbæjarlaug kl.1200 og hlaupið þaðan. Tilvalið er að fara hring um Seltjarnarnes, t.d. Vesturbæjarlaug, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Hringbraut sem gera tæpa 7km. Þetta má hlaupa rólega, hratt eða þar á milli.

Engin ummæli: