Mættir : Ólafur, Bryndís, Huld, Sveinbjörn, Jói og Dagur
Allur hópurinn fór bæjarrúntinn í vetrarblíðunni með styttingum.
Bryndísi lenti í því að reka tærnar í misjöfnu í gangstéttinni við Ráðhúsið og skall í götuna. Hún hruflaði sig á hendinni og allir urðu skelkaðir, en mín stökk á fætur aftur og hélt ótrauð áfram. Henni Bryndísi okkar er ekki fisjað saman - algjör nagli!
Við Alþingishúsið og fyrir framan Stjórnarráðið stóð Jói fyrir mótmælum, mótmælti meðan annars skattahækkunum og lýsti afstöðu sinni til sitjandi forsætisráðherra.
Á leiðinni rákumst við á orðið 'rýmingartími' og geta félagsmenn velt fyrir sér merkingu og tilgangi þessa orðs.
Ólafur Briem mun verða gestaþjálfari í næstu viku.
Kveðja,
Dagur, formaðurinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli