mánudagur, nóvember 02, 2009

Hádegisæfing 2. nóvember

Undirrituðum var úthlutað að óvörum "gestaþjálfarastaða" þessa vikuna þegar í búningsklefa var komið. Dagskipunin var því brekkusprettir í kirkjugarði Fossvogsprestakalls. Ársæll var mættur snemma fullur af orku og hljóp sem eldibrandur inn Fossvog með bros á vör, enda ekki furða því meistarinn sá ber titilinn "Afi" frá og með deginum í dag og vilja allir FISKOKK meðlimir óska honum innilega til hamingju með það. Jói ljósamaður fór á eigin vegum í brekkuspretti í kirkjugarðinum. Guðni, Dagur, Huld, Óli, Sveinbjörn, Bangsamamma (S. Birna)og Bjútí fóru líka í brekkuspretti í kirkjugarðinum. Bjútíið kynnti "nýja" brekku fyrir megninu af hópnum. Brekkan sú er bæði löng og brött og svo erfið að hún er þegar farin að valda vinslitum. Allavegana lýsti "Bangsamamman" því yfir að vinskap hennar og Bjútí væri lokið hér með. Það er því ljóst að með þessu áframhaldi verður Bjútí ekki vinamargur í vikulok.
Á morgun verður boðið upp á þrekæfingu og skemmtilegar sprettaæfingar (stuttir sprettir og sprengja) og mannskapurinn hvattur til að vera með vettlinga þar sem það er þægilegra þegar teknar eru armbeygjur. Einnig verður "Tito" rifjaður upp.
Kv. Bjútí

1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Þarna sannast hið fornkveðna og sígilda: "Öll dýrin í skóginum eiga EKKI að vera vinir".
SBN -puzzled, but not yet defeated.