Ótrúlega góð mæting í dag í fallegu veðri (nokkrir á stuttbrók v. tilmæla): Óli Briem á ráspól, Dagur, Guðni, Hössi, Sigurgeir, Fjölnir, Bjöggi, Kalli (Spiderman), Bryndís, Huld og Sigrún. (vonandi gleymi ég ekki neinum...) Einn félagsmaður ( fv.heimsmeistari) kom og tók létt spjall og kynningu fyrir æfingu en það var heiðursmaðurinn Jón Baldursson. Hann glímir nú við álagsmeiðsli en hyggur á aukna æfingasókn fljótlega. Við hin hlýddum kalli þjálfara (eins gott fyrir okkur, jækz!) og hlupum léttilega inn í Fossvogsdal, hvar náttúrufegurð og veðursæld er óviðjafnanleg. Æfingin gekk út á það að hlaupa tempóhlaup til baka úr dalnum, þekkta leið upp að kirkjugarðsinngangi, milli 2,5km-3km leið, í pörum eftir getustigi. Skemmst er frá því að segja að aðal gekk fúslega inn í fyrsta holl, enda má hann muna sinn fífil fegurri þegar t.a.m. Geiri Smart var hans (aðalritarans) fylgisveinn, en það er önnur saga. Hlaupið var í svokölluðu "interval start (i)" og lengdist bæði vegalengd og tíminn sem hlauparar fengu til ráðstöfunar eftir flokkun. Allir áttu að hlaupa að sama endapunkti og að passa að reyna að ná einhverjum og að vera ekki náð af einhverjum. Skemmst er frá því að segja að nokkrir hlauparar riðluðust í flokki, þ.e. færðust niður (mig minnir GI og SMH) en einn færðist upp (samt var hlaupið ógilt vegna ólöglegs fótabúnaðar) en það var crossfittarinn Karl nokkur Thode, sem með einstöku og líkamlegu yfirburðaatgerfi smaug framúr fyrsta holli með BM og SBN innanborðs.
Flestir komu þó óskaddaðir í mark og rauk hitaský upp af mannskapnum, sökum áreynslu.
Alls mældust þessar vegalengdir milli 8,4K-7,7K.
Athugið: einn félagsmaður hefur verið að villa á sér heimildir með bæði dulbúningum og kennitöluflakki í vetrarraðhlaupinu og er sá hinn sami beðinn að láta af þeim ósköpum enda tefur það alla úrvinnslu hlaups. Þetta eru bein tilmæli frá formanni klúbbs.
Góðar stundir,
Sigrún
4 ummæli:
Það gleymist að taka fram að Huld, Fjölnir og Hössi svindluðu með því að byrja ekki þar sem Dagur gaf merki um. Þarna munaði góðum 2-300 m ;o)
Kv. Sigurgeir
Jahhátsjj- ha bara svindlarar, ég segi mömmu :-(
Kv. Bjútí - fúli.....hey þetta er nokkuð gott Bjútí-fúli :-)
Var mér ekki meðvituð um þetta stórfellda svindl en játa hér með að mér láðist að gefa formanninum upp kennitölu mína á ráspól.
Kv. Huld
Hvaða djöf.. aðdróttanir eru þetta hjá þér Geiri. Við fórum í öllu eftir skýrum fyrirmælum formanns, þú ert bara svekktur og sár
fþá
Skrifa ummæli