mánudagur, janúar 11, 2010

Hádegisæfing 11. janúar

Í góða veðrinu í dag mættu þeir sem fá kraft úr Kókómjólk....
Það voru: Jón Örn (Suðurgata), Sveinbjörn (líka), Jói (vildi ekki stytta og fór um 7km), Óli (einn af nýju Lobbyistunum, þ.e. hannn hangir í hótellobbýum og gerir armbeygjur), Dagur formaður, Guðni, Sigurgeir, Huld og Sigrún héldu vestur í bæ hvar Óli tók lengingu með Guðna og Dagur fór enn lengra en H, S og S fóru Hofsvallagötu. Núna þegar dag tekur að lengja og sól hækkar á lofti er upplagt að skrá sig á póstlista formanns og fá tilboð frá einkaklúbbnum um helgar. Tilboðin gilda ýmist á laugardags- eða sunnudagsmorgnum og spanna millilöng hlaup og eða fjallaklifur. Ræsing er nokkuð snemmbúin en þátttaka sýnir að hlaupaleiðirnar eru fyrir alla. Fjöldi þátttakenda í vetur hefur spannað allt frá 0 upp í 3 mest sem best sýnir þá gríðarlegu grósku sem á sér stað innan skokkklúbbsins.
Í dag 7-7,8-8,7-9 km.
Sólarkveðja,
Sigrún aðalritari

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á hvaða gleðipillum (sterum) er aðalritarinn?
Ég vona að hlaupin verði einhvern tímann jafn skemmtileg og lestur dagbókarinnar. :-)

kv.
Jón stytti

Icelandair Athletics Club sagði...

Sæll Jón.
Þetta fas aðalritara er 100% náttúrulegt (fyrir hann)enda hleypur hann 5-6 sinnum í viku til að viðhalda áhrifunum sem ella myndu leiða hann í andlegt gjaldþrot, ef hann hlypi ekki svona mikið þ.e.a.s.
Kveðja,
aðal

Nafnlaus sagði...

aaaaaaaaarrrrrgggggggghhhhhhhh hhahahahahahahahahahahahahahahahahahahaahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaahahahahahaha.....draga andann......hahahahahahahahahahahahahahahaha
Þvílíkt myndband.
Púlsinn á mér sló í 190 núna...aðallega út af Leoncie :-)
kv. Bjútí