miðvikudagur, janúar 13, 2010

Hádegisæfing 13. janúar

...allt vaðandi í "Guggum" í dag, svo margar að ég man ekki helminginn af þeim..
Úff, en allavega af þeim sem ég man mættu þessir: Guðni, Dagur, Jói, Jón Örn, Ársæll, Bjöggi, Sigurbjörg, Rúna Rut með fylgdarsvein (Árni...getur það passað?),(editor's note: Ólafur Loftsson) Huld og Sigrún og svo mættum við tveimur Guðrúnum á útleið. Fórum rangsæla Hofsvallagötu í svakalega fínu vorveðri en hópurinn tvístraðist fljótlega og ekki er ljóst hvert megnið af hlaupurunum fór en Jón Örn fór Suðurgötuna og Jói gerði slatta af armbeygjum eftir æfingu. Mikilvægar læknisfræðilegar upplýsingar komu fram á leiðinni eftir Ægisíðu og fara þær hér á eftir:
1. Stundum er Oddgeir blár og kaldur að reyna að ná sambandi með skottinu (sbr. Avatar), en ég er þess fullviss að þessi tilvitnun er ranghermd þótt hún hafi e.t.v. eitthvað sannleiksgildi.
2. Ef gerð er nýrnaígræðsla (transplant)er gamla nýrað látið vera og eru menn þá með 3 nýru þangað til það óhreyfða hrörnar/visnar og verður óstarfhæft af náttúrulegum völdum. Við þessa staðreynd setur nokkurn ugg að FI skokkurum sem sjá þetta fyrir sér sem allegoríu/myndlíkingu hvar nýr meðlimur birtist í hlaupaklúbbnum sem hægt og rólega bolar hinum gamla meðlim út sem visnar og deyr af náttúrulegum orsökum sökum hinnar fersku yfirtöku nýja meðlims. Enginn sem mætti í dag hefur hugsað sér að upplifa þetta og hyggjast menn nú æfa sem aldrei fyrr.

Alls um 8,7 km en aðrir með aðeins minna
Minni á Powerade annað kvöld fyrir fullorðna.
Kveðja,
Sigrún
Óskalag dagsins Bjöggi, this one is for you.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka pent.
Þetta er ótrúlegur snillingur, semur alveg ferlega flotta texta og lög, en er alveg HRÆÐILEGUR flytjandi. En þökk sé fróðleikspunktunum hér á blogginu...nú veit ég hvað hrjáir kallinn (Megas). Hann er með biluð nýru. Þvagið og úrgangurinn úr blóðinu er skilið frá í raddböndunum. Ótrúlegt að maður hafi aldrei fattað þetta fyrr.
Í guðs friði. Bjöggi Póstur.

Nafnlaus sagði...

1. Árni heitir Ólafur Loftsson. Ekki mjög nálægt þar.

2. Hlaupinn var réttsælis hringur. Vísa í eldri ummæli um rétt og öfugt vs. réttsælis og rangsælis (þ.e. öfugur hringur er í raun réttsælis).

GI