Mættir: Guðni, Sigurgeir, Björgvin, Oddgeir, Jón Örn, Dagur, Anna Dís og Oddný
Kellurnar fóru saman á meðan tuddarnir þjösnuðust á klakanum Suðurgötu, Hofs og Lynghaga. Farið var yfir stöðuna eftir Vetrarhlaupið og spáð í spilin varðandi væntanlegt ASCA lið. Guðni lagði til að við héldum úrtökumót fyrir ASCA hvort sem verður af keppninni eða ekki, bara svona til að setja standardinn. Nýr félagsmaður Viktor Vigfússon ITS, hljóp á góðum tíma - hraðar en sumir.
Sigurgeir var stóryrtur að venju, gerði gys að magninu hjá Fjölni, sagði að magn væri ekki sama og gæði og tók Oddgeir undir það. Sigurgeir sagði einnig að Fjölnir yrði alltaf 5 mín á eftir sér... sjáum til hvernig það fer.
Enginn í þessum hópnum hafði hug á að fara Laugarveginn svo vitað var, en Sigurgeir ætlar með frúnni í Óshlíðina, spurning hvort ekki verði stemmning. Einnig var rætt um Frjálsa Laugarvegshlaupið sem reyndar hefur fallið niður tvö síðastliðin ár af óviðráðanlegum ástæðum. Að lokum var mönnum tíðrætt um parathon og það hvernig og með hvaða skilyrðum ætti að para þátttakendur saman - margvíslegar skemmtilegar hugmyndir komu fram.
Kveðja, Dagur (formaður)
8 ummæli:
Ég er að fara Laugaveginn! :) Enginn annar?
Þetta er ekki alveg rétt. Ég sagðist ætla fara undir 40 min áður en Fjölnir fer undir 45 min. Ekki að ég ætlaði ALLTAF að vera 5 min á undan honum ;o) Vissi ekki að þú værir að taka þetta upp, átti að vera leyndarmál!
Kv. Sigurgeir
Mig minnir nú að Gnarrinn hafi minnst á það fyrir Powerade-ið á fimmtudagin siðasta að hann væri búinn að skrá sig í Laugaveginn.
Gnarr, er það ekki rétt hjá mér?
kv. Bjútí
Ég bara trúi því ekki að Sigurgeir vinur minn hafi sagt þetta!
Kv, FÞÁ
Þá veit ég um þrjá sem ætla Laugarveginn úr FISKOKK hópnum:
Tómas (endilega að kíkja á hádegisæfingu ef þú getur)
Klemenz
Jón Gunnar
Kv. Dagur
RRR þessi sem er næstum því alltaf síðust :-) ætlar líka að fara Laugavegshlaupið en ætlar þó ekki að vera síðust í því hlaupi svo það verður vel tekið á því þangað til ;-)
Kv
RRR
Það þarf nú að fara að koma upp orðabók þar sem kenninöfn hlaupafélaga eru þýdd á okkar annars ylhýru tungu. RRR, Gnarrr, bjútí, Aðal og meas. einhver sem kallar sig Stjórn IAC.
En það er kannski með þetta eins og margt annað, maður þarf að vera með 5 ára reynslu til að komast að þessu.
kv.
JÖB
Já, er alltaf á leiðinni en blessuð vinnan krefst meira af manni en maður vill af hendi láta... stefnan er sett á fimmtudaginn :)
Skrifa ummæli