miðvikudagur, janúar 20, 2010
Hádegisæfing 20. janúar
Ógó margir í dag: Dagur (hardcore), Guðni (í kærastahorninu), Huld (on the sideline), Óli (as himself), Sigurborg (victory city), Rúna Rut (Triple R), Ólafur (Doppelgänger 3D), Jói (frumherji), Sigurgeir (hælisleitandi), Fjölnir (FH-ingur), Sveinbjörn (Chuck-arinn m. leyfi höf.), Oddgeir ("magn er ekki sama og gæði"), Bryndís (frá Suezskurðum.org), Jón Örn (from Eagleville), Ingunn (huldumey úr skógi)og loks aðalritarinn (á topp 10). Úff...(Dagur bað mig sko sérstaklega að uppnefna alla í dag, ekki halda að ég hafi gaman af þessu!) Fórum í einni slummu *Bíp*-Hofsvallagötu hvar þeir 4 fyrsttöldu tóku tempólengingar "in bítvín" en nýliðarnir, sem nota bene, eru í stórsókn, fóru flugvallarhringinn, sem ber að hrósa sérstaklega fyrir. Mr. Eagle var á eigin vegum, enda kann hann ekki við þegar aðalritari lýsir æfingum með orðunum "rólegt recovery" þegar allt annað er uppi á teningnum. Þið hafið heyrt um áfallastreitu og viðbrogð við henni, jú, t.d. er það aðalritara mikið áfall að sjá hve blómlega er staðið að innleiðingu kvenkyns nýliða í FI-skokk hópnum og minnist ekki sérstaklega að hafa fengið slíka drottningarmeðferð í árdaga. Til að sporna við þessu augljósa óréttlæti hefur hann gert annarra orð að sínum, eða: "when the going gets tough, the tough goes shopping" enda skellti hann sér í Intersport og keypti sér lyftingasett...þannig að....
Alls 8,7-9,3K
'A presto'-
aðalritari ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er rétt, það þarf að gefa út orðabók til að skilja allt saman, annars fer þetta nú að lærast og Bjútí, þú ert nú meiri steikin, en nota bene alveg hrikalega góð steik ;-)
Kv
Triple R!!
Skrifa ummæli