miðvikudagur, janúar 27, 2010

Hádegisæfing 27. janúar

Fín mæting í dag í sumarveðri: Jón Örn, Sigurborg og Ólafur fóru sér (um 7-8K) en Bjöggi, Fjölnir, Rúna Rut og aðalritari fóru Hofsvallagötu (8,7K). Yndislegt sumarveður var, milt og hlýtt. Strákarnir okkar eru strákarnir okkar (allavega mínir) en Bakkabræður (eins og þeir voru í gamla daga í þjóðsögunum) voru langtum trúverðugri en þeir sem við þekkjum undir sama nafni í dag. Það er nokkuð ljóst.

Ath. Fréttst hefur að DE stundi brettahlaup í Boston og velta menn því fyrir sér hvort hann hafi ekki útivistarleyfi í USA. Maður spyr sig?
Kveðja,
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í myrkrinu hræðist formaðurinn svarta manninn.