Það sást greinilega í dag hverjir drekka Egils Kristal...
Mættir voru í glampandi sól: Bjöggi á 180 bpm, Guðni sem gleymdi sér, Dagur sem hefur ofurtrú á klósettpappír, Óli sem er hlunnfarinn í nesti miðað við smáfugla og undirrituð sem er á vinstri beygju á stefnu. Fórum Valsleið vestur í bæ hvar aðalritari hélt að hann slyppi létt með venjulegri Hofsvallagötu en svo reyndist ekki vera því rakleitt skyldi halda upp á Akranes. Restin af leiðinni er í þokumóðu en þó brá fyrir Brunnstíg, höfninni með viðkomu í skipi, Laugavegi, Vitastíg en síðan um ormagöng á Eiríksgötu, Valsheimili, Öskjuhlíðarstokkur (Yura-brekkan ef menn voru í Val), þó ekki með mann á bakinu, eins og var til siðs, hjáleið og niður 3. kolkrabbaarminn á hótel. Ofurfallegt veður og vor í lofti (var það ekki annars?)en launhált á stöku stað.
Alls hlaupnir 8,5 km
Kveðja,
Sigrún
Hér má líta myndband sem ku vera lýsandi fyrir stemninguna sem ríkir í baðklefa FI Skokk eftir æfingar. Þarna má greina þjálfara, vanan meðlim og nýliða sem augljóslega er ekki vel áttaður um stéttaskiptinguna innan hópsins.
1 ummæli:
Í dag hafði samband við mig starfsmaður HR sem fékk góðfúslegt leyfi til að auglýsa hádegisæfingar okkar í skólanum. Vonandi taka HRingar þessu vel og fjölmenni á æfingar hjá einum fríðasta skokkhópi höfuðborgarinnar.
Kveðja, Dagur formaður
Skrifa ummæli