Mættir á fyrstu æfingu 2010: Ársæll í forstarti, Dagur með engilinn, Fjölnir á PB-inu, Sigurgeir venjulegur, Bjöggi líka á PB-inu og Sigrún með glampann. Fórum Hofsvallagötu eftir Valsslóðum í brunakulda en Dagur, Sigurgeir og Fjölnir tóku ca. 2 lengingar aukreitis. Eitthvað var um markmiðasetningar og voru nokkur hinna uppgefnu markmiða afar verðug fyrir árið 2010 og jafnvel raunhæf. Dagur naut hinsvegar aðstoðar engils við að ná sínu markmiði á síðasta ári (að fara undir 40mín í 10K)og þar að auki ruglaði hann "virtual partnerinn" sinn svo þetta reyndist frekar létt verk. Af því tilefni fær hann óskalag dagsins sem hljómar ef smellt er hér:
Alls 8,7-9K
Góðar stundir,
aðalritari
1 ummæli:
Einnig mættu Jón Örn og Ólafur Briem.
Skrifa ummæli