föstudagur, febrúar 12, 2010

Hádegisæfing 12. febrúar

Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn, Jói, Guðni, Dagur, Óli Briem, Bjöggi, Fjölnir og Huld

Farin var hefðbundinn miðbæjarrúntur að hætti FISKOKK. Aðalumræðuefni dagsins var að sjálfsögðu Powerade-hlaup gærdagsins. Þá á ég við bæði Powerade-vetrarhlaupið og einnig "Frjálsa-Hádegis-Poweradehlaupið" sem gefur stóra bróður lítið eftir miðað við fríðan flokk keppenda og þá tíma sem hafa sést þar síðustu mánuði. Í gærkvöld skiptust aftur á móti skin og skúrir hjá meðlimum FISKOKK, þó langmest skin, því að margir settu annaðhvort PB eða brautarmet. Það má því eiga von á magnþrungnu hlaupi 11.mars nk. sem skv. innri endurskoðanda er hið 60. í röðinni!

P.S. Ég vek athygli á því að þeir sem töldu sig hafa misst af Polar RS200 hlaupaúrinu með púlsmæli og skrefa/km-mæli (foot Pod) sem auglýst var til sölu hér fyrr í vikunni geta sett sig á biðlista fyrir úrinu með því að skrifa í "Comment" . Eigandi mun hafa samband við hinn heppna

Góða helgi,
Fjölnir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er rétt hjá þér Fjölnir...biðlistinn útaf Polar RS200 úrinu er langur. En auðvita mun ég reyna að nota samböndin og selja úrið til þeirra sem eru skráðir í FISKOKK en get samt ekki lofað neinu ;o)

Kv. Sigurgeir