miðvikudagur, febrúar 17, 2010
Matarhornið
Saltfisksalat "Mama Gracia" (Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna)
Forréttur handa 4-6 (eða aðalréttur í meira magni þá)
200g saltfiskur, ekki útvatnaður (sniðugt að kaupa rifinn, þ.e. saltfiskræmur)
1kg appelsínur
2 langir og mjóir blaðlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 glas af ólífum með steini (svörtum)
3msk ólífuolía (t.d. jómfrúar, Himnesk Hollusta eða einhver góð)
Sumir kynnu að vilja svartan pipar úr kvörn.
Hrár saltfiskurinn er hreinsaður vel, rifinn niður í ræmur og settur í skál. Appelsínurnar flysjaðar og allt hvíta lagið skorið vandlega burt. Þær eru skornar í bita og settar út í. Blaðlauknum og ólífunum bætt út í. Ólífuolíunni hellt út í og þetta látið bíða a.m.k. 6 klst. Appelsínusafinn hefur þau áhrif að saltfiskurinn verður ekki lengur eins og hrár. Þetta salat er dæmigert fyrir Andalúsíu og gott er að bjóða upp á gott brauð og tilheyrandi rauðvín með.
Mikið lítur þú vel út beibí, frábært hár!
Kveðja,
aðalritari, úr djúpinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli