Mættir: ÁH, DE, FÞÁ, SMH og SBN.
Fyrir fund kynnti ÁH hlaupafatnað frá Nano, ehf. ( www.Nano.is ) sem heitir Jako. Í skoðun að kaupa búninga frá þeim eða Craft. Um er að ræða Jakka, langerma peysur og síðar „tights“. Litur á jakka og peysu blár en buxur svartar. Til stendur að styrkja þá félagsmenn til þessara búningakaupa sem koma að vinnu við Icelandairhlaupið þann 6. maí nk. Jakkinn er þá hafður sem aðalflík en hinar eru valkvæðar fyrir hvern og einn. Þetta verður afgreitt í lok maí.
Icelandairhlaupið 6. maí
Framkvæmdastjóri hlaupsins (SMH) skipar nefnd sem sér um hlaupið og hún skiptir með sér verkum.
Höldum áfram bréfasendingum til keppenda, engar medalíur, óbreytt verð.
Nauðsynlegt að hnika startinu og færa leiðina í lok hlaups. (u.þ.b. 600-800m)
ASCA-hlaup 14.-16. maí
Hlaupið sjálft er 15. maí og mun kvennalið skipa 3+1- og karlalið 6+1 einstaklinga.
STAFF styrkir til þátttöku í formi flugmiða og ákveðna upphæð dagpeninga sem eyrnamerktir eru keppendum. Makar og gestahlauparar standa straum af eigin kostnaði.
Úrtökumót fyrir ASCA verður haldið þ. 15. apríl. Nánar auglýst síðar.
Umsjónarmenn fyrir ASCA og ferð eru ÓB og SBN.
Liðið verður tilkynnt þ. 23. apríl.
Í maí
ÁH, SVE og JÚ sjá um 3 göngur fyrir félagsmenn á fjöll, 2 léttari og 1 lengri yfir Esjuna. Styttri göngur verða á virkum degi eftir vinnu en sú lengri um helgi.
Sigrún B. Norðfjörð,
ritari IAC
4 ummæli:
Ég býð mig fram til aðstoðar í Icelandair hlaupinu sé þess óskað.
Kveðja
Rúna Rut
Bíð mig líka fram til aðstoðar í Icelandair-hlaupinu.
Bjútí.
Sama hér.
Bryndís.
Bjöggi, geta tvibbarnir ekki gert eitthvað? Bara að pæla, margar hendur vinna létt verk.
Kv. SBN
Skrifa ummæli