Eftir nokkrar afsökunarbeiðnir lagði hópurinn af stað: Jón Örn og Sveinbjörn á sérleiðum, Dagur, Guðni, Oddgeir, Sigurgeir, Fjölnir og Sigrún á vesturleið, annars vegar Meistaravelli en hinsvegar tempólengingar, eftir því sem við átti og eftir geðþótta hvers og eins. Mikið slabb og bleyta í boði hússins og allt "fynd" í sögulegu lágmarki. Hvort er fyndnara t.d. eitt grín eða tvö gönt? Er sjálf ekki viss. Set inn einn skotheldan en gamlan brandara í uppáhaldi.
Annars bara góða helgi elskurnar....love all, serve all, eins og Hard Rock!
Alls frá rúmum 9-10K
1 ummæli:
Sæli á sérleið í Fossvogi
Skrifa ummæli