fimmtudagur, mars 25, 2010

Hádegisæfing-risið úr rústunum 25. mars

Það var sól og blíða meðfram ströndinni í Nauthólsvík í dag þar sem fagrir limir FI-skokks létu Garmin geisa. Mættir til verknaðarins vóru: Gnarr (ástar og saknaðarkveðjur), Fjölnir (smá kvef), Sigurgeir (sem reyndi allt hvað hann gat til að strippa), Dagur (yfirþjálfari á ofurlaunum), Huld (úr baðklefa karla), Bjöggi (180BPM, at least), Óli (ótextaður)og Sigrún (sem vegna fjölda áskorana mætti á gæðaæfingu). Í forstarti hafði sést til: Oddnýjar og Ársæls á sitthvorri sérleiðinni. Ákveðið hafði verið í gær að taka 2 sett af 1:45mín. sprettum með 1mín. á milli en 3 mín. milli setta. Þetta var framkvæmt samviskusamlega við dómaraflaut, sem gall við í upphafi og við lok hvers spretts, frá afar stoltum yfirþjálfara og sérleyfishafa flautunnar. Athygli vakti að bjútíið var á útopnu í öllum sprettum og stóð sig afar vel en einnig þykir furðu sæta að Gnarr, sem hefur verið með hópnum í anda en ekki í líkama undanfarið, leyfði Degi að vera skrefinu á undan í öllum sprettum, og virðist ekki þurfa að æfa nema brotabrot af því sem aðrir þurfa með mælanlega mun minni árangri. Einhvert óeðli greip um sig í lok æfingar og tókst með naumyndum að afstýra "allir úr að ofan" sýningu meðfram reykingahorni HR en það varð samdóma álit félagsmanna að ekki væri þess virði að tjalda skinhvítum, en um leið helköttuðum efri búkum framan í reykingaæsku landsins og bíður sá gerningur því betri tíma.
Alls um 8K
Pungur marsmánaðar er tvímælalaust bjútíið og fær hann þetta óskalag að launum
Síðan skal ítrekað að félagsmenn verða að kynna sér myndskeiðið sem yfirþjálfari setti inn til að skerpa á keppnisfókus og einbeitingu.
Góðar stundir,
Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JJJJJiiiiibbbííííí. Ég hef ALDREI verið valinn PUNGUR mánaðarins áður. Þetta er geðveikt! Vil þakka Mömmu og Pabba sérstaklega því án þeirra gæti ég aldrei hafa orðið PUNGUR mánaðarins.
Kv. Bjútí (sem er frásérnuminn af gleði)