Þau leiðu mistök voru gerð við birtingu staðalgilda fyrir FI-skokk hvar getið var að hver meðlimur þyrfti að skila 40-50km á mánuði til samneyslunnar. Hið rétta er vitanlega 40-50km á viku, eða, ef vel á að vera, um 200km á mánuði. Allt annað er óásættanlegt, að mati stjórnar.
Þessari ábendingu er hérmeð komið til skila vegna ábendingar formanns.
Kveðja,
Sigrún
5 ummæli:
Þetta er hálfmetnaðarlaust. Hlýtur að eiga að vera 40-50 á dag.
GI
Mér finnst nú HROKINN vera farinn að glepja bæði menn og ljóskur. Af ljóskunum bjóst maður nú við öðru! En ekki vill maður vera fyrir svona ofurfólki og því dreg ég mig úr hópnum. Vonandi sjá menn nú samt að sér.
kv.
Smáhlauparinn JÖB
Ath! Þessa færslu ber að skilja með öfugum formerkjum, enda um grín að ræða. Endilega ekki draga ykur í hlé, nema ef um hlébarða sé að ræða.
M. hlaupaljóskukveðju-SBN :)
Er kannski þörf á að auðkenna þann texta sérstaklega sem ritaður er í gríni. Það er svo auðvelt að ruglast á gríni og ekki gríni eða öfugt ég man ekki. Annars tek ég flestu á þessari síðu sem gríni. Það er kannski auðveldara að auðkenna ekki grínið en hitt.
The Joker
(vinur Batmans)
Hvaða hvaða...við megum ekki gleyma tilgangi hlaupahópsins, það er að vera saman sama hvort sumir hlaupa 1x í viku en aðrir að kljást við eitthvað meira, gleymum ekki tilganginum og það verður hver og einn að fá að vera á sínum hraða/vegalengd og engin pressa, bara gaman, og sérstaklega að vera saman ;-)
Kveðja 3R
Skrifa ummæli