Ja go'dag!
Á pinna 12:08 var lagt á ráðin með það að fara rólega (öfuga) Hofsvallagötu með refsingu fyrir þá sem ekki mættu í gær svona til að hafa eitthvað réttlæti í þessu. Plönin um rólega Hofs fóru hinsvegar veg allrar veraldar svona cirka í brekkunni upp Öskjuhlíðina (200 metra frá HLL). Mætt í þann félagsskap voru Gnarrinn og Síams til við bótar við der Führer, Fokkerinn, Cargo-systur og Friðfinn. Auk þessa hóps mættu Johnny Eagle, Óli Hótel, the Lighting designer og Já-sæll (Ársæll). Þessir fjórmenningar hlupu hver í sína áttina enda enginn þeirra með GPS :-) Jú svo var Tommi Inga líka en hann fór rétta leið því hann á Garm :-)
Fyrstnefndi hópurinn fór ca. 8,7 Km á 5:14mín Pace. Nema Gnarrinn bætti við tveimur lengingum, annarri með Síams og hinni með Foringjanum.
Undirrituðum fannst þetta pace óþægilega nálægt keppnis pace svona miðað við upplegg um rólega æfingu og varð því aðeins að hafa fyrir hlutunum á meðan Gnarrinum og fleirum fannst þetta vera að breytast í gönguklúbb. Þegar í mark var komið fékk ég ágæta réttlætingu á þessu frá Fokkernum. "Að meðaltali var þetta meðal-róleg æfing".....
Verð að sætta mig við þá skýringu
Held ég verði bara að finna eitthvað meðal við þessu..
Meine liebens,
Schönheit.
3 ummæli:
Fyrst það var bara annar símas, er þá búið að aðskilja þá?
GI
Fyrir margt löngu var talað um að "easy/slow is the new fast" - er það farið að eiga við aftur eða vorfiðringur í fólki!
Nei Guðni. Annar símas er alltaf fulltrúi hins, ef um fjarveru annars er að ræða.
SBN de Porto
Skrifa ummæli