Mættir í forstarti: Sveinbjörn og Jói. Á aðalleið: Dagur, Bjöggi, Oddur carbonfibre og hans ektakvinna. Fórum rólegan Meistaravöll með smá útúrdúrum fyrir lengra komna en smá töf varð þó á ræsingu æfingar vegna seinnar komu vélar frá salerni fatlaðra. Um er að ræða einstakling, sem keppir fyrir hönd FI skokks á paralympics (s4) í iðju sem aðalritari kann ekki vel við að nefna, en shit, hvað með það! Hann heldur allavega uppi merkjum klúbbsins í þessum flokki, altsvo. Veður var með eindæmum gott og mældist æfingin alls 8,7K. Björgvin bað mig sérstaklega að geta einnar vefsíðu, sem hann heldur úti í sambandi við keppnisferðir sínar, og fer hún hér á eftir:
Smellið á tengil (alveg óhrædd)
Að lokum vil ég geta þess, í framhjáhlaupi, að tíminn er ekki allt í hlaupum. Þetta er bein tilvitnun í yfirþjálfara hópsins (sjálfskipaðan).
Kveðja,
Sigrún (sem heldur til Akureyris á morgun, sbr. Hér er Akureyrir, um Akureyri, frá Akureyri til Akureyris, ef einhver ætlar að véfengja það)
2 ummæli:
Aarrrrghhh hahahaha Foroya Ríðingarfélag. Best að segja ekki meira svona í rituðu máli....það gæti skilist...Fæst orð bera minnsta ábyrgð.
Kv. Heartbeaterinn
Eitthvað er beigingin vitlaus hjá þér. Þeir sem fara til Agureyris eru alltaf sunnanmenn og Maur segir því altaf til aGureyris!!!
kv.
JÖB
Skrifa ummæli