þriðjudagur, apríl 13, 2010
Úrtökumót fyrir ASCA keppni flugfélaga
Ágætu félagar.
Úrtökumót fyrir ASCA keppnina í Dublin, sem haldin verður 14.-16. maí í Dublin fer fram í Öskjuhlíð þann 15. apríl. Mæting er kl. 17.15 við sundlaug hótels Loftleiða og hlaup ræst kl. 17.30.
Hlaupinn verður hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 2 hringi (u.þ.b. 4 km) og karlar 4 hringi (u.þ.b. 8 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og hægt verður að nýta sér sturtuaðstöðu í sundlaug.
Allir eru hvattir til að mæta!
Þeir sem ekki komast en vilja gera tilkall til liðsins eru beðnir um að hafa samband við Dag Egonsson í netfangið dagur@icelandair.is og verður það skoðað sérstaklega.
Kveðja,
IAC
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Á æfingu gærdagsins kom það skýrt fram að þegar væri búið að úthluta 6 plássum og úrtökumótið væri aðallega til að taka út úrin! Og svo til að leyfa okkur almúganum að hlaupa í hringi.
kv.
Fugl á móti. (JÖB)
Ps. Ég tek sko ekki þátt í þessu!!! vegna meiðsla :(
Gott og vel. Ég var reyndar fjarverandi á þeirri æfingu en þar sem harðstjórinn er ekki við áskil ég mér allan rétt til þess að taka út öll úr; allt frá Casio til Rolex-a.
Og hana nú,
SBN
Skrifa ummæli