miðvikudagur, apríl 28, 2010

Víkingshlaupið



Aðalritara láðist að geta þátttöku félagsmanns í þessu hlaupi sem fram fór á sumardaginn fyrsta og er hérmeð bætt úr því vegna fjölda kvartana. Oddgeir Arnarson hljóp 8,5km hlaup á vegum Víkings frá Garðastræti/Túngötu í Víkina, hvar Víkingur (knattspyrnufél.) var stofnað árið 1908. Er skemmst frá því að segja að drengurinn lent í 2. sæti karla en 3. sæti í heildina á 36:14. Mikil gleði var því á heimili þessa félagsmanns er hann kom heim með silfrið og var honum ákaft fagnað.
Kveðja,
aðalritari

Engin ummæli: