mánudagur, maí 31, 2010

Hádegisæfing 31. maí

Mættir: Sér: Anna Dís, Ársæll, Sveinbjörn, Jói. Á Hofsvallagötuleið: Gamli sorrí Gráni, Gráni, graði Rauður og Hvítur, RRR, ásamt aðalritara, sem fulltrúa heilabilaðra.
Fórum rólega Hofsvallagötu og hlustuðum á nokkrar reynslusögur úr maraþonhlaupum og fengum ð vita að "positive thinking" væri algjörlega ofmetið afl. Best væri að vera bara áfram fúll, hundleiðinlegur og neikvæður. Þá myndi maður hámarka líkur sínar á að komast af í samfélaginu. Það skal þó tekið fram að upplýsingar þessar samræmast í engu stefnu og lífsskoðunum aðalritara, sem horfir vongóður til framtíðar í barnalegri einfeldni.
Alls 8,8K
Kveðja,
Sigrún